🪨BlackRock Bitcoin & ETF
Þó að markaðurinn spegli það ekki beint, hefur mikið verið í gangi hjá rafmyntum undanfarnar vikur. Eitt sem greip mína athygli svo sannarlega er BlackRock, en svo virðist vera sem risinn sé staðráðinn í því að gera Bitcoin að hversdagslegri fjárfestingu.

🤔Hvað er BlackRock?
BlackRock er Bandarískt, fjölþjóðlegt fjárfestingafélag sem staðsett er í New York. BlackRock var stofnað árið 1988 af Larry Fink, en síðan þá er félagið orðið að stærsta eignastýringafélagi heims með um 8,59 trilljón Bandaríkjadala í umferð (seinast mælt þann 31. desember 2022).
BlackRock og Bitcoin
Larry Fink hefur í gegnum tíðina verið óhræddur um að tjá skoðun sína á Bitcoin, en í nautamarkaði Bitcoin árið 2017 lýsti hann rafmyntinni m.a. sem tóli fyrir peningaþvott, eða “an index of money laundering”, en síðan þá virðist vera sem viðhorf hans hafi snúist um heilar 180 gráður.
Í júní 2021 kom í ljós að BlackRock hefur fjárfest um 54.880.000.000 ISK (400.000.000 USD) í Marathon Digital Holdings (MARA) og Riot Blockchain (RIOT) sem eru bæði fyrirtæki sem sérhæfa sig í bitcoin námugrefti.
₿ Bitcoin ETF
Þann 15. júní sótti BlackRock um leyfi frá Verðbréfa- og kauphallarnefnd Bandaríkjanna (SEC) til að stofna Bitcoin ETF.
ETF (Exchange traded fund) eða kauphallasjóðir eru sjóðir þar sem mörgum eignum er safnað saman og þær síðan seldar í gegnum staka kaup gátt. Það sem gerir kauphallarsjóði einstaka er að hægt er að kaupa í þeim á sama máta og hlutabréf í stökum fyrirtækjum. Þekktustu kauphallasjóðir heims er m.a. SPDR S&P 500 ETF Trust, iShares Core S&P 500 og Vanguard S&P 500 ETF.
Kauphallarsjóðum yrði stjórnað í gegnum Coinbase (COIN) og verður fyrsti Bitcoin kauphallarsjóður Bandaríkjanna ef kauphallarnefnd Bandaríkjanna samþykkir beðnina.
Hvað fannst þér um pistilinn í dag?Með athugasemdum þínum getum við bætt pistilinn. Smelltu á hlekkinn til að senda okkur skilaboð: |