🤯 Uppfærslur á Ethereum
Ethereum er bara 40% tilbúið!

Góðan og blessaðan daginn,
Undanfarna daga höfum við verið á Ethereum vaktinni, í leit að fréttum og umfjöllunum um þær uppfærslur sem eru að fara fram þar á bæ höfum við orðið áþreyfanlega varir við að það eru ekki mjög margir inni í því á hvaða vegferð Ethereum er. Þess vegna fannst okkur tilvalið að skrifa nokkur orð um hvað er í vændum hjá þeim.
Eins og flestir hafa tekið eftir fór nýlega fram ein af byltingarkenndustu uppfærslum rafmynntaheimsins og Web3 heimsins í langan tíma. Ethereum 2.0 uppfærslan, við fórum frá því hefbunda Proof-of-Work kerfi sem t.d. Bitcoin notar yfir i Proof-of-Stake. Þetta minnkaði orkunotkun Ethereum um heil 99.95%. Til þess að setja þetta í samhengi, þá minnkaði öll orkueyðsla heims um 0.2%. Ethereum getur nú stutt við stækkandi heim Web3 á sjálfbærari og öruggari hátt sem aftur riður brautina fyrir næstu kynslóð Web3 höfunda, forritara og framfara.
Það sem margir vita samt ekki, er að enn eru eftir 4 aðrar uppfærslur. Kannski ekki alveg jafn stórar og “The Merge” en engu að síður alveg jafn mikilvægar.
Happy birthday beacon chain!
Here's an updated roadmap diagram for where Ethereum protocol development is at and what's coming in what order.
(I'm sure this is missing a lot, as all diagrams are, but it covers a lot of the important stuff!)
— vitalik.eth (@VitalikButerin)
Dec 2, 2021
The Merge — Fer frá PoF yfir í PoS.
The Surge — Gífurlegir stækkunarmöguleikar og aukinn hraði.
The Verge — Hámarka nýtingu og draga úr stærð nóða.
The Purge — Eyðing eldri gagna og úreldra tækniupplýsinga.
The Splurge — Ýmsar minni uppfærslur, samt mikilvægar.
Uppfærslurnar bera allar nöfn sem greinilega eiga að vekja athygli en áður en við förum út í hvað þessar uppfærslur hafa í för með sér þá verðum við að útskýra nokkur hugtök sem koma fyrir í textanum, ef þú telur þig þekkja þessi hugtök þá getur þú sleppt því að lesa þann hluta.
Sharding er í raun minni hlutur af einhverju stóru. Í stuttu máli virkar það þannig að færslum er skipt upp í mismunandi dálka og er unnið úr þeim á skilvirkari og hraðari hátt.
▶️ Hérna er einföld útskýring á hvernig Sharding virkar ef þú villt vita meira.
Nóða er sú tölva sem heldur uppi bálkakeðjunni með öllum hinum.
Layer 2 er í raun bálkakeðja ofan á annarri stærri bálkakeðju. Deilir öllum eiginleikum Ethereum bálkakeðjunar. Virkar eins og einskonar framlenging á Ethereum og erfir alla eiginleika öryggis Ethereum.
▶️ Hér nánari útskýring á hvernig Layer 2 virkar.
Færslur og færslupakkar sem eru ekki hluti af grunn Layer 1 bálkakeðjunni en svo fer heildar færsluskráin “á keðjuna” í einni skráningu. Margar litlar færslur eða flóknari tilfærslur verða þannig mun hraðvirkari, ódýrari og léttari fyrir keðjuna.
🌊 The Surge
Önnur uppfærsla Ethereum bálkakeðjunar ber nafnið “The Surge”. Eins og við túlkum nafnið þá þýðir það stór bylgja uppfærslna, skoðum það nánar.
Það sem Ethereum mun í raun gera er að bæta við því sem kallast Sharding (ef þú veist ekki hvað sharding eða önnur hugtök í þessum texta eru, kíktu þá aftur hér ofar í textan). Það sem sharding mun gera fyrir bálkakeðjuna er að hleypa að “léttari” layer 2 bálkakeðjum, kostnaður minnkar fyrir rollups og/eða bundled færslur sem gerir það einfaldara fyrir einstaklinga að halda uppi nóðum sem veldur því að fleiri nóður koma inn á markað og eykur það þá enn á öryggi bálkakeðjunar.
Ethereum getur í augnablikinu aðeins samþykkt 15 til 20 færslur á sekúndu, og getur staðfestingar tíminn farið upp í 6 mínútur. En þegar uppfærslunni er lokið getur bálkakeðjan ráðið við 100.000 þúsund færslur á sekúndu.

Til að gefa ykkur innsýn hversu hratt það er þá er Visa, stærsta greiðslukerfi heims, aðeins að senda í kringum 1700 færslur á sekúndu.
🌐 Hér er skemmtilega síða sem sýnir hraða færslna á allskonar bálkakeðjum.
😮 The Verge

Þriðja uppfærsla Ethereum bálkakeðjunar “The Verge” flækir örlítið málin því þar er stefnt að breytingum á þáttum sem eru hluti af öryggi keðjunnar. Við sögu koma “stateless clients” og breyting frá “Merkle tree” yfir í “Verkle tree” o.fl., einskonar stærðfræðilegar sannanir. En í stað þess að fara djúpt ofan í hvernig þetta virkar, þá ætlum við frekar að fara þægilegu leiðina og gefa þér létta svarið.
The Verge gerir notendum kleift að verða “network validators” án þess að það kalli á mikið magn gagna á nóðunum sem sá notandi er að hýsa. Þetta þýðir að mun fleiri nettengd tæki eigi að geta tekið þátt.
ℹ️ Hér er þráður á nánari útskýringu á hvernig “Verkle tree” og “stateless clients” virka.
🔪The Purge🩸
Það sem “The Purge” mun hafa í för með sér er að hreinsa upp gamlar færslur sem eiga ekki lengur við á Ethereum bálkakeðjunni. Þýðir aðeins að það muni minnka töluvert það magn gagna sem þú þarft að hýsa á nóðunni þinni. Þetta eyðir þá um leið út því skilyrði að nóða eigi að þurfa að halda uppi eldri gögnum af bálkakeðjunni.

Getum eiginlega líkt þessu ferli við það að fyrirtæki er skylt að geyma bókhaldsgögn sín í viss mörg ár, en eftir þann tíma má losa sig við gögnin. Í raun er þannig verið að byggja inn í keðjuna fastan fyrningarfrest.
💦 The Splurge
“The Splurge” er svo allra síðasta uppfærsla Ethereum bálkakeðjunar. Hún er bara til að fínpússa allar aðrar uppfærslur sem komnar eru auk nokkurra minni uppfærslna sem eiga að bæta virkni bálkakeðjuna. Eins og Vitalik sjálfur segir þá er The Splurge “all of the other fun stuff.”

Splurge: an act of spending money freely or extravagantly
Aftur smá samlíking. Þetta er í líkingu við þegar þú lýkur við skýrsluna/ritgerðina/kynninguna og þó þú myndir senda þetta strax frá þér, þá værir þú líklega bara góð/ur. En til þess að vera viss þá ákveður samt að renna yfir þetta einu sinni enn.
Jæja, við vonum að þessi pistill hafi gefið flestum smá innsýn inn í hvað er í vændum hjá Ethereum í náinni framtíð. Endilega látið okkur vita hvað ykkur fannst um þennan pistil frá okkur og hvort efnið var í raun að auka við skilning ykkar á því hvað er framundan hjá Ethereum.
Hvað fannst þér um tölvupóstinn í dag?
Með athugasemdum þínum getum við bætt pistilinn. Smelltu á hlekkinn til að senda okkur skilaboð: