🤔 Hvað er í gangi hjá Coinbase?
Í mars lagði SEC fram kæru í formi svokallaðri ‘Wells’ tilkynningu þar sem fram kom að Coinbase væri að stunda ólögleg viðskipti með því m.a. að selja óskráð verðbréf. Coinbase gagrýndi grundvöll ákærunnar og benti á að eðli starfseminnar hjá Coinbase hefur lítið breyst síðan útgáfu þess árið 2012. Einnig gáfu þeir út myndband þar sem Brian Armstrong, forstjóri Coinbase ásamt Paul Grewal, yfirlögfræðingi, sögðu stuttlega frá sögu fyrirtækisins og kröfðust ítarlegi lagagerðar í kringum bálkakeðju- og DeFi starfsemi í Bandaríkjunum: Coinbase responds to the SEC’s Wells notice | Excerpt
Brian fór einnig skrefinu lengra með því að segjast vera opinn fyrir því að færa starfsemi Coinbase eitthvert annað. Eða eins og hann orðaði það á viðburðinum ‘Fintech Week in London’ núna í mars:
“I think the U.S. has the potential to be an important market for crypto, but right now er are not seeing that regulatory clarity that we need” – “I think in a number of years if we don’t see that regulatory clarity emerge in the U.S. we may have to consider investing more elsewhere in the world.”
Hérna er stutt og gott viðtal við Brian Armstrong þar sem hann fer stutt yfir efnið: Coinbase CEO slams SEC, considers investing more outside the U.S.
🌎 Coinbase Global Inc (COIN.O)
Nú/na á þriðjudaginn gaf Coinbase út Coinbase Global Inc, sem er akkúrat sú alþjóðlega þjónusta sem þeir töluðu um að gefa út– Ég sá þessar fréttir á meðan ég var að skrifa fyrri málsgreinina, skemmtileg tímasetning.
Þessi nýji vettvangur gerir Coinbase kleift að selja þjónustu sína í öðrum löndum samvæmt lögum hvers og eins lands fyrir sig, en þannig hefur þeim tekist að slíta sig frá Bandaríska lagaleysinu.
🎙️ Næsti hlaðvarpsþáttur
Í morgun fengum við Pétur Sigurðsson, stofnanda kauphallarinnar IsMynt, til okkar í spjall. IsMynt er íslenskur rafmyntamarkaður sem þróaður er af áhugamönnum um tölvunarfræði og þróun bálkakeðja. IsMynt stefnir á að gera þjónustur sína einfaldar og aðgengilegar og er markmið þeirra að gera rafmyntir aðgengilegri fyrir Íslendinga með því að opna á heim bálkakeðja frekar til almenna notenda.
Þátturinn kemur út bráðlega!
Hvað fannst þér um pistilinn í dag?Með athugasemdum þínum getum við bætt pistilinn. Smelltu á hlekkinn til að senda okkur skilaboð: |