🎙️ Liminal Market Hlaðvarp
Hlaðvarpsþáttur með Inga Gauta Ragnarssyni
Á föstudaginn tókum við upp stórskemmtilegt spjall við Inga Gauta Ragnarsson, stofnanda Liminal Market, um hvernig hugmyndin varð til, hvernig hann drógst inn í heim Web3 tækninnar og hver mögulegu næstu skref verða hjá Liminal Market. Hlaðvarpið má nálgast hér:
🎙️ Spotify
💻 Youtube
Markmið Liminal Market er að virka sem brú á milli hlutabréfamarkaðarins og Web3 með því að gera fólki kleift að stunda kaup og sölu verðbréfa á bálkakeðjum. Kostir þess að vörsla með verðbréf á bálkakeðjum er m.a. aukið gagnsæi, aðgangur að DeFi þjónustum, aukin samvirkni, o.fl.
Endilega látið okkur vita hvað ykkur finnst um þáttinn með því að senda okkur tölvupóst á [email protected] eða með því að skrifa athugasemd við þennan póst.