🎙️ Mintum Hlaðvarp
Hlaðvarpsþáttur með Berki I. Jónssyni
Börkur I. Jónsson kom í heimsókn til okkar á föstudaginn þar sem við spjölluðum m.a. um Mintum og notagildi rafkróna, flutning fjármuna á milli landamæra og bálkakeðjuna Solana. Hlaðvarpið má nálgast hér:
🎙️ Spotify
💻 Youtube
Börkur I. Jónsson er einn af stofnendum Mintum, sem sérhæfir sig í útgáfu rafkróna; krónur í formi fastgengismyntar (e. stablecoin).
Fastgengismyntir eða Stöðugleikamyndir (e. stablecoin) kallast það þegar verð tiltekinnar rafmyntar er bundið eða tengt verði þjóðargjaldmiðils. Markmið þeirra er að gera fólki kleift að geyma fjármagn á bálkakeðjum án þess að hafa áhyggjur af rýrnun.
Endilega látið okkur vita hvað ykkur finnst um þáttinn með því að senda okkur tölvupóst á [email protected] eða með því að skrifa athugasemd við þennan póst.