🎙️ Monerium Hlaðvarp
Hlaðvarpsþáttur með Gísla Kristjánssyni
Við áttum skemmtilegt spjall við Gísla Kristjánsson á föstudaginn. Við köfuðum djúpt í starfsemi Monerium, áhrif bálkakeðja á samfélagið, og möguleg hlutverk Web3 tæknar innan fjárhagskerfi framtíðarinnar. Hlaðvarpið má nálgast hér:
🎙️ Spotify
💻 Youtube
Gísli Kristjánsson er tæknistjóri og meðstofnandi Monerium. Gísli hefur lengi fylgst með þróun Web3 tæknar á við bálkakeðjur og snjallsamninga, en í þessum þætti veitir hann hlustendum innsæi og skilning á þessu kerfi ásamt öðrum á skýran og skemmtilegan hátt.
Fyrir þá sem vilja vita meira um Monerium, minnum við á viðtalið okkar við Árna Guðsjónsson, yfir hugbúnaðarverkfræðing, og Jón Ólafsson, lögfræðing Monerium sem finna má hér.
Þar útskýrðum við í stuttu máli hvernig rafeyrir (e. eMoney) virkar, hvað aðgreinir hann frá hefðbundnum stöðugleikamyntum (e. stablecoin), og hvernig hægt er að nýta sér hann á Web3 markaðinum.
Endilega látið okkur vita hvað ykkur finnst um hlaðvarpsþáttinn með því að senda okkur tölvupóst á [email protected] eða með því að skrifa athugasemd við þennan póst.