🎙️Myntkaup Hlaðvarp
Frá rafmyntum til Rómaveldis!
Á föstudaginn tókum við stórskemmtilegt viðtal við Patrek Maron Magnússon og Kjartan Ragnars frá Myntkaup. Spjallað var um Myntkaup, galla valdboðsgjaldmiðla, framtíð Bitcoin og margt fleira. Hlaðvarpið má nálgast hér
🎙️Spotify
Myntkaup er fyrsta Íslenska rafmyntakauphöll Íslands og var stofnuð snemma árið 2019. Þökk sé einfaldleika viðmótsins einfaldar myntkaup Íslendingum kaup og sölu rafmynta gríðarlega og gerir nær hverjum sem er kleift að vörsla með Bitcoin og Ethereum
Þann fyrsta febrúar fagnaði Myntkaup 12.000 notendum, en gaman verður að fylgjast með því hvernig sú tala þróast í framtíðinni.
Er framtíð rafmynta björt? Er Bitcoin gull framtíðarinnar? Þetta og fleira var rætt í þættinum í dag.
Endilega látið okkur vita hvað ykkur finnst um hlaðvarpsþáttinn með því að senda okkur tölvupóst á [email protected] eða með því að skrifa athugasemnd við þennan póst.