🚨Rafmynta- og bálkakeðjukvöld
Rafmyntaráðið, Mojoflower og fleira!

Fyrir alla sem hafa áhuga á Web3: Þann 10. nóvember klukkan 17:00 verður Rafmyntaráð Íslands með viðburð á KEX Hostel þar sem fyrirlestrar verða haldnir ásamt góðu spjalli, drykkjum og fleiru. Öll eru velkomin.
Hér er smá fróðleiksmoli um Rafmyntaráð Íslands:
Rafmyntaráð Íslands (e. The Icelandic Blockchain Foundation) var stofnað þann 29. mars 2015 til að stækka umræðuna um rafmyntir og bálkakeðjur hér á Íslandi. Helstu markmið Rafmyntaráðsins eru þrenn (tekin beint frá síðu rafmyntaráðs):
🌍Miðlægt afl
Rafmyntaráðið er miðlægt afl fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem starfa innan rafmynta- og bálkakeðjugeirans.
📚Fræðsla
Samtökin fræða almenning, atvinnulífið og ríkið um kosti og tækifæri rafmynta og bálkakeðjutækninnar. Jafnframt sjá samtökin um kynningarstarf og markaðssetningu, styðja við íslensk fyrirtæki ásamt því að laða að erlenda sérfræðinga og fyrirtæki.
🤝Aðhald
Samtökin eru þinginu og stjórnsýslunni innan handar. Þau passa upp á að sanngjörn lög séu sett utan um rafmyntir og bálkakeðjur sem ein af þeim leiðum til að laða nýja viðskiptamenn og fyrirtæki til landsins.
Ný stjórn innan rafmyntaráðsins
Undanfarin ár hefur verið lítið um viðburði hjá Rafmyntaráðinu, en núna í október var ný stjórn kjörin á aðalfundi félagsins (stafrófsröð):
Daníel F. Jónsson
Gísli Már Gíslason
Hilmar Jónsson
Kristján Ingi Mikaelsson
Patrik Snær Kristjánsson
Þorvarður Arnar Ágústsson
Þórdís Alda Þórðardóttir
💐Næsta Deep Dive: Mojoflower
Seinasta föstudag tókum við hjá Bálka upp skemmtilegt viðtal við Mojoflower, en í þetta skipti ætlum við að ganga skrefinu lengra og gefa viðtalið einnig út í formi hljóðvarps. Við ræddum fyrst og fremst um MojoFlower verkefnið sjálft, en veltum okkur einnig upp úr möglegri framtíð Web3 tækninnar, helstu kosti hennar og galla.
Tíst vikunnar
Updated roadmap diagram!
— vitalik.eth (@VitalikButerin)
Nov 4, 2022