💀 Ringulreið hjá FTX
Hvað í ósköpunum gerðist?

Gleðilegan mánudag
Bálkakeðjukvöld Rafmyntaráðsins var haldið seinasta fimmtudag og gekk ljómandi vel, en ljóst er að FTX fréttunum tókst ekki að hræða Web3 áhugamenn í burtu. Fyrirlestrar voru haldnir af Mintum og Mojoflower og var kvöldið síðan endað með spjallborði. Markmið Rafmyntaráðsins er að halda fleiri slíka viðburði á komandi ári, þannig ég mæli með að fólk sem hefur áhuga á því að tengjast íslensku Web3 umræðunni haldi augunum opnum… Eða bara haldi áfram að lesa Bálka ;)
🤔 Fyrst og fremst, hvað gerðist eiginlega við FTX?
Þegar Changpeng Zhao eða CZ, eigandi Binance, stærstu kauphallar rafmyntamarkaðsins, lýsti yfir sölu á magni FTT tóka að virði u.þ.b. 300 milljarða króna olli það sláandi fjárhagskrísu, en sérfræðingar telja hana helst líkjast einhverju sem seinast mátti sjá árið 2008.
Fyrir minna en viku síðan var kauphöllin FTX virði 4,6 trilljónir íslenskra króna, þann 11. nóvember, lagði hún inn beiðni um gjaldþrotaskipti– hvað í fjandanum gerðist í millitíðinni?
Efnahagsreikningum var lekið, sem sýndu fram á að virði Alameda Research stólaði að miklu leiti á verði FTT; skiptitókans (e. transactional token) sem nauðsynlegur var fyrir notendur sem vildu stunda viðskipti í FTX kauphöllinni.
Þegar CZ sagði heiminum frá FTT sölu sinni olli það hræðslu á meðal fjárfesta þar sem óljóst var hvort FTX myndi geta borgað upp skuldir sínar í kjölfarið.
Mikill fjöldi fjárfesta tóku fjármagn sitt út úr kauphöllinni sem olli því að verð FTT féll gríðarlega– og þar að auki allar eignir sem tengdar voru verði FTT (Bæbæ Alameda Research). Hér má sjá þetta gríðarlega fall.

Er Sam Bankman nýji Holmes?
📉 Hvernig hafði þetta áhrif á rafmyntamarkaðinn?
Eins og allir virkir Web3 áhugamenn vita eru öll verkefni og atvik á þessu sviði yfirleitt geymt í sömu körfu í augum lýðsins, þ.e. ef eitthvað slæmt á sér stað á Web3 markaðinum hefur það áhrif á næstum öll verkefni sem flokka má undir hugtakið Web3.
Í kjölfar FTX krísunnar hafa eftirfarandi atburðir m.a. átt sér stað:
Bitcoin féll tímabundið niður í u.þ.b $16,000 bandaríkjadala. Verð Bitcoins hefur ekki verið svona lágt síðan veturinn 2020– Afsláttur eða endalok?
Almeda Research fjárfesti mikið í Solana (SOL), sem nú hefur fallið um meira en 50%.
Stöðugleikamyntin Tether féll niður í $0.98 dollara. Paolo Ardoino, tæknistjóri Tether, sagði í tísti að selt hafði verið um $700 milljónir dollara á 24 klukktímum. Í sama tísti fullyrti hann samt að ekki væri ástæða til að hræðast og að Tether muni jafna sig fljótlega; “no issues”, “we keep going”.
#tether processed ~700M redemptions in last 24h.
No issues.
We keep going.— Paolo Ardoino 🍐 (@paoloardoino)
Nov 10, 2022
🏈 Hvernig ætli Tom Brady líði þessa daganna?
RIP Tom Brady 💀
😔 Netárás FTX - Illt gert verra…
Til bæta gráu á svart, varð FTX einnig fyrir netárás á föstudaginn. Mörg hundruð milljónir bandaríkjadala var stolið, en þegar notendur opnuðu FTX reikninga sína kom í ljós að fjölmargir þeirra höfðu verið tæmdir. Enn er óljóst hvað orsakar þessa árás en margar kenningar eru á lofti. Ein sú algengasta er að einhver innan FTX teymisins hafi nýtt sér ringulreiðina til að grípa sem flestar rafeignir og látið sig síðan hverfa– en, aftur, þetta eru ekkert nema kenningar.
Bgreen er rafrænt sölu- og markaðstorg sem gerir notendum kleift að kaupa og selja vörur sín á milli án þess að hafa áhyggjur af skaðlegum umhverfisáhrifum. Bgreen gerir notendum kleift að selja vörur á við húsgögn, fatnað, tölvur, o.s.frv. Með því að nútímavæða sölur og kaup á notuðum vörum getur Bgreen minnkað kolefnisspor Íslendinga án krafningar um breyttra neysluvenja. Með því að selja og kaupa vörur á markaðstorgi Bgreen geta notendur fylgst með magni kolefnist sem verið er að spara á meðan það kemur í veg fyrir sóun vara.
📚 Fyrir þá sem vilja vita meira:
Spáð fyrir um fallið:
FTX samþykkir sölu sína til Binance:
477 miljónum bandaríkja dala stolið:
TÍST VIKUNNAR
1) I'm sorry. That's the biggest thing.
I fucked up, and should have done better.
— SBF (@SBF_FTX)
Nov 10, 2022
Hvað fannst þér um pistilinn í dag?Með athugasemdum þínum getum við bætt pistilinn. Smelltu á hlekkinn til að senda okkur skilaboð: |