🎙️ Viska Digital Assets Hlaðvarp
Hlaðvarpsþáttur með Daða Kristjánssyni
Seinastliðinn þriðjudag fengum við Daða Kristjánsson, framkvæmdarstjóra og meðstofnanda Viska Digital Assets til okkar í spjall um yfirstandandi efnahagskrísu, Bitcoin, og margt fleira. Þáttinn má nálgast hér:
🎙️ Spotify
💻 Youtube
Viska Digital Assets er fyrsti Íslenski fagfjárfestasjóðurinn til að sérhæfa sig í rafmyntum og öðrum bálkakeðjutengdum verkefnum.
Daði hefur starfað á fjármálamarkaði í um 15 ár og hefur þaðan mikla reynslu á sviði markaðsviðskipta. Áður en Daði stofnaði Viska Digital Assets var hann einn af eigendum Fossar Markaðir hf., en einnig hefur hann starfað hjá Artica Finance, H.F. Verðbréfum hf. og Icebank. Það er því öruggt að segja að reynsluna vantar ekki, en það gerði spjallið okkar einstaklega áhugavert.
Endilega látið okkur vita hvað ykkur finnst um hlaðvarpsþáttinn með því að senda okkur tölvupóst á [email protected] eða með því að senda okkur skilaboð inn á facebook.